Brúarhlaup á Selfossi 6.ágúst 2022 |
Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fer fram laugardaginn 6. ágúst 2022. Árið 2014 var dagsetningu hlaupsins og hlaupaleiðum breytt og fer það nú fram, Vegalengdir Tímasetningar og staðsetningar · Hlauparar í 10 km verða ræstir kl. 11.30. · Hlauparar í 5 km hlaupi verða ræstir kl. 12.00. · Keppendur í 5 km hjólreiðum verða ræstir kl. 11. · Keppendur í 3 km skemmtiskokki verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 11.30. · Keppendur í 800m Sprotahlaupi verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 12.30. Allir þátttakendur koma í mark í Sigtúnsgarðinum í miðbæ Selfoss. Flokkaskipting og verðlaun. Verðlaunapeningar eru veittir fyrir 1.-3. sæti í 3 km hlaupi og hjólreiðum, í karla og kvennaflokki. Að auki verða dregin út útdráttarverðlaun, úr hópi keppenda og þeim heppnu afhent þau um leið og þeir koma í mark. Verðlaunaafhending fer fram í miðbæjargarði Selfoss, við endamark hlaupsins, kl.13.00. Skráning og verð Skráningargjöld í forskráningu: · 1.500 kr fyrir 16 ára og eldri í 3 km, 5 km og hjólreiðar. · 1.000 kr fyrir 15 ára og yngri 3 km, 5 km og hjólreiðar. · 1.000 kr í 800m krakka Sprotahlaup · 3.500 kr fyrir alla þátttakendur í 10 km hlaupi. Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að hjón borga fullt gjald, fyrir sig og tvö börn, en ef um fleiri börn er að ræða fá þau frítt. Skráningargjöld eftir að forskráningu lýkur · 2.000 kr fyrir 16 ára og eldri í 2,8 km, 5 km og hjólreiðar. · 1.500 kr fyrir 15 ára og yngri 2,8 km, 5 km og hjólreiðar. · 1.500 kr í 800m krakka Sprotahlaup · 4.500 kr fyrir alla þátttakendur í 10 km hlaupi. Þeir sem ekki vilja fá bol merktan hlaupinu geta afþakkað hann í forskráningu og lækkar þá keppnisgjaldið um 500 kr. Bolirnir eru úr dry-fit efni sem notað er í hlaupafatnað. Í Sprota hlaupinu er bolir merktir Sprota og fá allir þátttakendur þar bol. Ekki er hægt að afþakka bol í því hlaupi gegn lækkun keppnisgjalds. Afhending keppnisgagna, er á hlaupadag í Landsbankanum á Selfossi, frá kl. 09.00. Allir þátttakendur fá við skráningu keppnisbol og verðlaunapening við komu í mark. Annað |