240 hlupu í Grýlupottahlaupinu

240 hlupu í Grýlupottahlaupinu

Verðlaunahátíð Grýlupottahlaupsins fór fram sl. laugardag í glampandi sólskini og hita. Það voru 240 hlauparar sem hlupu í ár og þar af hlupu 101 fjögur hlaup eða fleiri.

Allir sem hlupu a.m.k. fjögur hlaup fengu viðurkenningarskjal auk þess sem Daði Arnarson og Helga Margrét Óskarsdóttir fengu bikar fyrir bestan samanlagðan tíma.

Frjálsíþróttadeildin þakkar öllum hlaupurum fyrir þáttökuna í Grýlupottahlaupinu 2014 og hlakkar til að sjá ykkur á frjálsíþróttaæfingum í sumar.

Daði með bikarinn en Helga Margrét var fjarstödd.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur