Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK

Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK

Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK var haldinn í Selinu mánudaginn 11. apríl. Á fundinn voru mættir 16 fulltrúar frá sjö aðildarfélögum ráðsins en frá þessu er greint á heimasíðu HSK.

Á fundinum var farið yfir ársskýrslu ráðsins og reikninga sem sýndu að fjárhagur ráðsins stendur styrkum fótum og að árangurinn á frjálsíþróttavellinum var einstaklega góður árið 2015.

Nokkrar tillögur voru samþykktar á fundinum og þar á meðal breytingar á reglugerð um Héraðsmót í frjálsum íþróttum sem snúa að því að reglugerðin bjóði upp á að ráðið geti haldið Héraðsmót fullorðinna innanhúss á einum degi við aukna aðstöðu. Það fyrirkomulag var prófað í fyrsta sinn nú í vetur og mótið haldið samhliða aldursflokka- og unglingamóti HSK á stórum frjálsíþróttadegi í Kaplakrika.

Breytingar urðu á stjórn ráðsins en Lára Hreinsdóttir Umf. Laugdælum og Sigurður Pétursson Umf. Selfoss gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Kosin voru ný inn í stjórnina Helgi Sigurður Haraldsson Umf. Selfoss og Silja Dögg Jensdóttir Umf. Þór. Þau eru boðin velkomin til starfa.

Kynntur var fræðslu og skemmtidagur fyrir 11-15 ára iðkendur sem á að fara fram 30. apríl næstkomandi og verður auglýstur nánar meðal iðkenda á næstu dögum.