Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Selfoss

Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Selfoss

Hið árlega áramótabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið í Iðu, íþróttahúsi FSu, miðvikudaginn 27. desember og hefst kl. 19:30.

Spilað verður um glæsilega flugeldapakka af öllum stærðum og gerðum.

Bingóspjaldið kostar 750 krónur. Veitingasala verður á staðnum.

Tags:
,