Áramótamót í frjálsum

Áramótamót í frjálsum

Síðasta frjálsíþróttamót liðins árs var haldið á Selfossi 28. desember sl. og nefndist Áramótamót Selfoss. Sagt var frá þessu á heimasíðu HSK.

Á mótinu voru sett nokkur HSK met og skemmtilegt að segja frá því að mæðgur settu HSK met á mótinu. Hildur Helga Einarsdóttir Selfossi bætti eigið HSK met í kúluvarpi með 2 kg kúlu um 5 sentimetra, en hún kastaði 13,38 metra. Metið var aðeins rúmlega mánaðar gamalt. Móðir hennar, Þuríður Ingvarsdóttir Selfossi, bætti eigið HSK met í 40-44 ára flokki kvenna um 21 sentimetra. Lengsta kast hennar var 9,22 metrar með 4 kg kúlunni.

Þá stukku Eva María Baldursdóttir Selfossi og Hildur Helga báðar 1,15 metra í hástökki án atrennu, sem er jöfnun á HSK meti. Eva María jafnaði metið í 12, 13 og 14 ára flokki og Hildur Helga í 13 og 14 ára flokki.

Loks má geta þess að Ólafur Guðmundsson stökk 1,45 metra í hástökki án atrennu og er það sama hæð og gildandi HSK met hans í flokki 45-49 ára karla.

Heildarúrslit mótsins eru á heimasíðu FRÍ.

Hildur Helga setti alls þrjú met á mótinu.

Tags:
,