Ástþór með sigur og HSK met í Gautaborg

Ástþór með sigur og HSK met í Gautaborg

Ástþór Jón Tryggvason Umf Selfoss sigraði í 2.000 m hindrunarhlaupi  í flokki 19 ára á Gautaborgarleikunum í frjálsum iþróttum sem fram fóru helgina 30. júní til 2. júlí sl. Ástþór Jón setti glæsilegt HSK met í hlaupinu er hann kom í mark á tímanum 6:52,96 mín. Fyrra metið setti hann sjálfur í Gautaborg árið 2016.

Sautján hlauparar kepptu í hlaupinu en Gautaborgarmótið er eitt stærsta frjálsíþróttamótið sem haldið er í Evrópu.