Átta Sunnlendingar í úrvalshóp FRÍ

Átta Sunnlendingar í úrvalshóp FRÍ

Átta iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss sóttu landsliðsæfingar úrvalshóps FRÍ í gær.

Mikill metnaður var á æfingunum en sérhæfðir þjálfarar voru með hverja grein á morgunæfingu. Því næst var hádegismatur í boði FRÍ í Laugardalnum og að honum loknum voru tveir frábærir fyrirlestrar. Sá fyrri var um næringarfræði hjá Fríðu Rún Þórðardóttur og sá síðari hjá Pálmari Ragnarssyni um jákvæð samskipti.  Í lok dags var þrek og boðhlaupsæfing.

Þessir iðkendur fara nú á fullt í að klára undirbúningstímabilið fyrir sumarið og verður spennandi að fylgjast með þeim á kekppnistímabilinu.

Krakkarnir að loknum æfingabúðunum f.v. Birta Sigurborg (Dímon), Hildur Helga (Selfoss), Jónas (Selfoss), Eva María (Selfoss), Dagur Fannar (Selfoss), Unnsteinn (Þjótanda), Sindri Seim (Heklu) og Sebastian (Selfoss).