Bikarkeppni FRÍ | Kristinn Þór bikarmeistari

Bikarkeppni FRÍ | Kristinn Þór bikarmeistari

Laugardaginn 10. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í fullorðinsflokki, í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í karla og kvennaflokki. En rúmlega hundrað og sextíu keppendur voru mættir til leiks úr níu liðum. HSK sendi ungt og efnilegt lið til keppni sem stóðu sig með miklum sóma. HSK liðið endaði í 5. sæti í heildastigakeppni félaga, aðeins fjórum stigum á eftir fjórða sætinu. Afrakstur dagsins í verðlaunum voru eitt gull og eitt brons, en svo var mikið um fjórða og fimmta sæti hjá okkar fólki. 

Kristinn Þór Kristinsson Selfoss sigraði örugglega í 1500 m hlaupi á 4:06,13 mín sem er enn flottari árangur í því ljósi að Kristinn gat ekki hlaupið í gaddaskóm sökum meiðsla. Þetta sýnir ennfrekar hversu mikla yfirburði hann hefur í millivegalengdahlaupunum á Íslandi. Thelma Björk Einarsdóttir einnig úr Selfoss tók svo brons í kúluvarpi kvenna með því að varpa kúlunni 13,03 m sem er þriðji besti árangur hennar í greininni.

Þrír keppendir HSK liðsins bættu sinn persónulega árangur. Hákon Bikrkir Grétarasson Selfoss, bætti sig vel í 60 m grindahlaupinu, kom í mark á 9,34 sek. en hann átti áður 9,67 sek. Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir einnig í Selfoss bæti sig í 1500 m hlaupi á 6:00,40 mín. og að síðustu bætti Marta María B. Siljudóttir  sig um 40 cm i stangarstökki er hún vippaði sér yfir 2,40 m.

Mikil samheldni og stemning var allsráðandi hjá HSK hópnum sem skiptir miklu máli til að árangurinn verði sem bestur.  Liðið er ungt en miklar líkur á að þessir einstaklingar haldi áfram og hjálpi HSK liðinu að verða í efstu sætunum innan fárra ára.

Ólafur Guðmundsson úr fréttabréfi HSK