Bikarmeistarar í frjálsum

Bikarmeistarar í frjálsum

HSK/SELFOSS urðu þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum íþróttum 15 ára og yngri um helgina. Tvö lið frá HSK/Selfoss tóku þátt á bikarmótinu sem fram fór á Akureyri og varð A-liðið bikarmeistari í piltaflokki, stúlknaflokki og samanlagt með 145 stig. B-liðið stóð sig einnig mjög vel og varð í 6. sæti með 73 stig.

Samtals fengu krakkarnir níu gullverðlaun, sjö silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun.

Öll úrslit má finna á Þór – mótaforriti FRÍ.

Keppendur HSK/Selfoss stilltu sér upp í myndatöku að loknu skemmtilegu móti á Akureyri.
Ljósmynd: HSK