Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 4. október sl. í Laugardalshöllinni.

Á Bronsleikum er keppt í fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu í flokki 8 ára og yngri og 9-10 ára.

Selfoss mætti að vanda með vaskt lið, alls 14 keppendur, sem stóðu sig með milli prýði utan vallar sem innan. Höfðu bæði keppendur og foreldrar gaman að.

Tags: