Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR

Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 3. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu. Í flokki 10-11 ára barna var keppt í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum, fjórþraut.

Selfoss mætti að vanda með vaskt lið, alls 23 keppendur. Allir stóðu sig með mikilli prýði og var leikgleðin og samheldnin í fyrirrúmi.

kg

Gleðin skein úr andlitum keppenda á Bronsleikunum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ágústa og Ólafur

Frjálsar Bronsleikar ÍR 2015 yngri hópur II Frjálsar Bronsleikar ÍR 2015 yngri hópur I Frjálsar Bronsleikar ÍR 2015 eldri hópur II Frjálsar Bronsleikar ÍR 2015 eldri hópur I

Tags: