Brúarhlaup Selfoss 2013

Brúarhlaup Selfoss 2013

Brúarhlaupið verður haldið á Selfossi laugardaginn 7. september nk. Hægt er að velja milli fjögurra mismunandi vegalengda í hlaupinu þ.e. 2,5 km, 5 km, 10 km og 21,1 km. Einnig er boðið upp á 5 km hjólreiðar. Nú er um að gera að fara að reima á sig hlaupaskóna og mæta svo í Brúarhlaupið.

Myndina sem er frá Brúarhlaupinu 2012 tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.