Brúarhlaup Selfoss á laugardag

Brúarhlaup Selfoss á laugardag

Brúarhlaup Selfoss fer fram á laugardag í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi. Auk þess er keppt í 5 km hjólreiðum. Ræst verður af stað frá kl. 11:00 á laugardag og má finna nánari upplýsingar um tímasetningar og staðsetningu ræsingar á síðu Brúarhlaupsins á vef Umf. Selfoss.

Skráning fer fram á vefsíðunni www.hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi. Einnig á hlaupadag frá klukkan 9 í Landsbankanum. Forskráningu á vefnum lýkur klukkan 16:00 föstudaginn 5. ágúst.

 

Tags: