Brúarhlaupið fer fram 6. ágúst

Brúarhlaupið fer fram 6. ágúst

Brúarhlaup Selfoss 2016 fer fram laugardaginn 6. ágúst á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi. Hlaupið er í fallegu umhverfi á göngustígum innan bæjarmarka Selfoss og skapast mikil stemning á Selfossi í tengslum við hlaupið.

Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 2,8 km ásamt 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri. Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum. Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum, bæði hlaupa og hjólreiða.

Forskráningu fer fram á vefsíðunni www.hlaup.is og lýkur föstudaginn 5. ágúst.

Frá Brúarhlaupinu 2015
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ

Tags: