Brúarhlaupið fer fram á morgun

Brúarhlaupið fer fram á morgun

Brúarhlaup Selfoss fer fram á morgun, laugardaginn 7. september, og verða allir hlauparar og hjólreiðamenn ræstir á Ölfusárbrú. Hjólreiðar hefjast kl. 11:00, hálfmaraþon kl. 11:30 og aðrar vegalengdir kl. 12:00. Hlaupnir verða 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon 21,1 km og einnig er keppt í 5 km hjólreiðum á malbiki.

Skráning fer fram á www.hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi. Einnig er hægt að skrá sig á hlaupadag frá kl. 9:00 í Landsbankanum á Selfossi. Nánari upplýsingar gefur Helgi Sigurður Haraldsson helgihar@simnet.is eða í síma 825-2130.

Tags: