Brúarhlaupinu aflýst

Brúarhlaupinu aflýst

Stjórn frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss hefur tekið ákvörðun um að aflýsa Brúarhlaupi Selfoss árið 2020 vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19. Hlaupinu, sem átti að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn, var upphaflega frestað tímabundið en nú er ljóst að ekki verður af hlaupinu í ár.

Hlökkum til að taka á móti þátttakendum í Brúarhlaupinu árið 2021.
Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss