Brúarhlaupinu frestað

Brúarhlaupinu frestað

Stjórn frjálsíþróttadeildar Ungmennafélags Selfoss hefur ákveðið að fresta Brúarhlaupi Selfoss, sem átti að fara fram laugardaginn 7. ágúst næstkomandi.

Stefnt er að því að halda hlaupið um mánaðamótin ágúst/september.

Umf. Selfoss

Frá ræsingu Brúarhlaupsins.
Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss