Eva María afreksmaður Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss

Eva María afreksmaður Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss

Eva María Baldursdóttir var kjörinn afreksmaður Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss á aðalfundi deildarinnar sem haldin var í Tíbrá 28.mars síðastliðinn.  Daníel Breki Elvarsson fékk verðlaun fyrir mestu framfarir í flokki 15 ára og eldri.  Í flokki 11-14 ára var Hjálmar Vilhelm Rúnarsson kjörinn afreksmaður og Hugrún Birna Hjaltadóttir  fékk verðlaun fyrir mestu framfarir í flokki 11-14 ára.    Hróbjartur Vigfússon  fékk verðlaun fyrir bestu ástundun í flokki 9-10 ára og Guðjón Arnar Vigfússon fékk verðlaun fyrir bestu ástundun í flokki 6-8 ára