
13 feb Eva María fjórða á NM

Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir náði þeim frábæra árangri að krækja sér í 4.sæti í hástökki á Norðurlandameistaramótinu í fullorðinsflokki sem fram fór helgina 12.-13.feb í Svíþjóð. Eva María stökk yfir 1.76m í fyrstu tilraun og jafnaði þar sinn ársbesta árangur. Eva María sem er aðeins 18 ára gömul var næstyngst keppendanna í hástökki og því stórkostlegt að ná fjórða sæti. Guðni Valur Guðnason náði einnig 4.sæti í kúluvarpi og voru þau tvö með bestan árangur íslensku keppendanna. Ísland og Danmörk tefldu fram sameiginlegu liði sem hafnaði í 3.sæti í keppninni en Svíþjóð vann kvennakeppnina.