Eva María keppir á Bauhaus Junioren-Gala

Eva María keppir á Bauhaus Junioren-Gala

Bauhaus Junioren Galan boðsmótið sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi helgina 2. – 3.júlí er orðinn fastur liður hjá yngsta afreksfólkinu í frjálsíþróttum. Mótið er mjög sterkt og þarf að ná lágmörkum, settum af mótshaldara, til að fá keppnisrétt á mótinu. Í ár sendir Ísland fimm keppendur á mótið og í þeim hópi er hástökkvarinn Eva María Baldursdóttir en hún keppir í hástökki sunnudaginn 3.júlí. Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar  Evu Maríu góðs gengis á mótinu en hún hefur hæst stokkið 1.81m utanhúss.