Eva María með mótsmet í hástökki

Eva María með mótsmet í hástökki

Meistaramót Íslands í flokki 15-22 ára fór fram á Selfossvelli við góðar aðstæður helgina 15.-16.júní sl. HSK/Selfoss sendi sameiginlegt lið til keppninnar og endaði liðið í 3.sæti örfáum stigum á eftir Breiðablik en ÍR-ingar unnu öruggan sigur.  HSK/Selfoss sigraði í þremur flokkum, i flokkum 16-17 ára pilta og stúlkna og flokki 15 ára stúlkna. Fjölmargir keppendur frá Frjálsiþróttadeild Selfoss kepptu á mótinu og stóðu sig frábærlega.

Eva María Baldursdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1.70m og vann það frábæra afrek að segja mótsmet í flokki 16-17 ára, hún bætti sig síðan í kúluvarpi er hún varpaði kúlunni 11.32m og vann til bronsverðlauna og að lokum vann hún til silfurverðlauna í 4x100m boðhlaupi með félögum sínum í HSK/Selfoss .  Í sama flokki vann Hildur Helga Einarsdóttir það frábæra afrek að verða þrefaldur Íslandsmeistari. Í spjótkasti með 41,77m löngu kasti, í kringlukasti þeytti hún kringlunni 30,06m og kúlunni varpaði hún 12,29m. Mjög gott hjá Hildi Helgu og sannar hún einu sinni enn hversu fjölhæfur kastari hún er. Dagur Fannar Einarsson sýndi það hversu fjölhæfur og frábær íþróttamaður hann er þegar hann vann það einstaka afrek að verða fimmfaldur Íslandsmeistari í flokki 16-17 ára pilta. Hann keppti í 9 greinum á mótinu þrátt fyrir að vera nýbúinn að keppa í tugþraut.  Hann sigraði 400m hlaup á tímanum 53,02s, 110m grindahlaup á tímanum 15,35s, í langstökki stökk hann 6,38m og kringlunni kastaði hann lengst allra eða 40,28m. Hann hljóp til sigurs í 4x100m boðhlaupi ásamt Jónasi Grétarssyni og félögum þeirra úr HSK/Selfoss. Dagur Fannar vann til silfurverðlauna í 100m hlaupi á tímanum 11,58s og í stangarstökki þegar hann bætti sig í 3.80m. Að lokum vann hann til bronsverðlauna í kúluvarpi með 11.75m löngu kasti og í spjótkasti þegar hann þeytti spjótinu 48,27m.  Jónas Grétarsson varð Íslandsmeistari í flokki 16-17 ára pilta í þrístökki með því að stökkva 11.62m. Í sama flokki vann Hjalti Snær Helgason til silfurverðlauna í spjótkasti þegar hann kastaði 52,09m og rauf 50 metra múrinn í fyrsta skipti og hann vann einnig til bronsverðlauna í sleggjukasti þegar hann bætti sig í 25.33m. Benjamín Guðnason keppti í flokki 15 ára pilta og varð hann Íslandsmeistari í sleggjukasti er hann kastaði henni 33.42m og bætti sinn besta árangur. Ásrún Aldis Hreinsdóttir keppti i flokki 15 ára stúlkna og bætti hún sinn besta árangur í kúluvarpi er hún varpaði henni 10.71m og krækti i silfurverðlaun og í sleggjukasti bætti hún sig einnig þegar hún kastaði henni 25.93m og vann til bronsverðlauna. Ásrúnu Aldísi vantar einungis að bæta sig um 29 cm í kúluvarpi til að ná lágmarki í Úrvalshóp unglinga hjá FRÍ. Thelma Karen Siggeirsdóttir vann til bronsverðlauna í kringlukasti í flokki 15 ára þegar hún þeytti henni í fyrsta sinn yfir 30 metra múrinn eða 30,06m.

Á myndinni má sjá þær stöllur Ásrúnu Aldísi og Evu Maríu