Eva María og Dagur Fannar á Norðurlandamót

Eva María og Dagur Fannar á Norðurlandamót

Eva María Baldursdóttir og Dagur Fannar Einarsson frjálsiþróttadeild Selfoss hafa verið valin til að keppa  með sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur á Norðurlandamóti ungmenna undir 20 ára aldri.  Keppnin fer fram  i Hvidore í Danmörku 10.-12. ágúst nk.  Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið til keppninnar og fer valið þannig fram að tvö bestu ungmenni í hverri grein óháð þjóðerni eru valin til að keppa.  Á mótinu keppir allt fremsta frjálsíþróttafólk norðurlandanna í þessum aldursflokki. 

Eva María keppir í hástökki en nýverið vippaði hún sér yfir 1.71m og setti í leiðinni fjögur HSK aldursflokkamet og skipaði sér í leiðinni í 14.-16. sæti á topp listanum í hástökki kvenna á Íslandi frá upphafi. Eva María sem er eingöngu 15 ára gömul er í 69-82 sæti á Evrópulista í hástökki undir 18 ára aldri.

Dagur Fannar Einarsson keppir bæði í 400m grindahlaupi og 4x400m boðhlaupi á mótinu.  Dagur setti nýlega HSK met i sínum aldursflokki í 400m grindahlaupi og hefur náð mjög góðum árangri i greininni á skömmum tíma. Hann skipar sér í 12.sæti frá upphafi á topp lista í 400m grindahlaupi í sínum aldursflokki.  Dagur Fannar er 16 ára gamall og mjög fjölhæfur íþróttamaður.

Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar þeim Evu Maríu og Degi Fannari góðs gengis og er virkilega stolt af afrekum þeirra

Til baka