Eva María valin í Afrekshóp FRÍ

Eva María valin í Afrekshóp FRÍ

Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir var á dögunum valin í Afrekshóp FRÍ.  Hún keppti í fyrrasumar á EM U20 og tryggði  sú þátttaka   henni inn í hópinn. Afrekshópurinn samanstendur af átta efnilegustu frjálsíþróttamönnum landsins á aldrinum 16-22 ára.  Markmiðið með afrekshópnum er að styðja við framtíðar afreksmenn Íslands sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegum stórmótum í unglinga- og ungmennaflokki.  Stuðningurinn sem Eva María fær snýr að þvi að móta andlegan/líkamlegan styrk, fyrirbyggja meisðsli og til almenns undirbúinings fyrir þátttöku í stórmótum.  Eva María hefur  stundað æfingar af krafti í vetur í nýju frjálsíþróttaaðtöðunni á Selfossi  og verður spennandi að fylgjast með hennar næstu skrefum.