Eva María vann óvæntasta afrek ársins

Eva María vann óvæntasta afrek ársins

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir vann óvæntasta afrek ársins 2020 hjá íslensku frjálsíþróttafólki 19 ára og yngri.

Á hástökksmóti Selfoss stökk hún yfir 1,81 metra og bætti um leið stúlknamet 16-17 ára. Árangur Evu María var einnig sjöundi besti árangur utanhúss hjá 16-17 ára stúlkum í Evrópu.

Vegna þjóðfélagsaðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna uppskeruhátíð og þess í stað var tilkynnt um valið á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Eva María svífur yfir rána.
Ljósmynd: FRÍ