Fjóla Signý íþróttamaður HSK 2011

Fjóla Signý íþróttamaður HSK 2011

Á héraðsþingi HSK sem haldið var um liðna helgi var Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona, útnefnd íþróttamaður HSK fyrir árið 2011. Fjóla Signý stóð sig frábærlega á síðasta ári og er vel að þessum titli komin. Hún býr nú í Svíþjóð þar sem hún stundar æfingar af kappi.

Nokkrir einstaklingar úr Umf. Selfoss voru útnefndir íþóttamenn ársins í sinni grein, en þeir voru: 
Helga Hjartardóttir, fimleikamaður HSK, 
Atli Kristinsson, handknattleiksmaður HSK, 
Þór Davíðsson, júdómaður HSK, 
Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnumaður HSK, 
Rósa Birgisdóttir, kraftlyftingamaður HSK, 
Einey Ösp Gunnarsdóttir, mótokrossmaður HSK,
Ingibjörg Edda Birgisdóttir, skákmaður HSK, 
Ólöf Eir Hoffritz, sundmaður HSK og 
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, taekwondomaður HSK.

-ög