Fjóla Signý þriðja í Svíþjóð

Fjóla Signý þriðja í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, keppti í gær í 400 metra grindahlaupi á Folksam mótaröðinni í Helsingborg í Svíþjóð. Fjóla varð í þriðja sæti á tímanum 64,60 sek.

Í öðru sæti var Svíinn Sara Bley á tímanum 61,34 sek og en Marley Aakre frá Noregi sigraði í hlaupinu á tímanum 60,77 sek.

Fjóla keppti einnig í sömu mótaröð fyrr í sumar og endaði einnig í þriðja sæti þá. Hún var svolítið frá sínum besta tíma og á að eigin sögn mun meira inni.

Sara Bley, Marley Aakre og Fjóla Signý eftir verðlaunaafhendinguna.