Fjóla Signý valin frjálsíþróttakona HSK

Fjóla Signý valin frjálsíþróttakona HSK

Lokahóf HSK í frjálsíþróttum fór fram miðvikudaginn 16. október. Þar var keppnistímabilið 2013 gert upp í gamni og alvöru, máli og myndum.

Thelma Björk Einarsdóttir, Harpa Svansdóttir og Sólveig Helga Guðjónsdóttir frá Selfossi fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og góða ástundum við æfingar. Selfyssingarnir Teitur Örn Einarsson, Sigþór Helgason, Halla María Magnúsdóttir, Harpa Svansdóttir, Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir voru í 17 manna hópi sem fékk viðurkenningu fyrir sigur á Íslands-, bikar- eða Landsmóti á árinu.

Frjálsíþróttafólk ársins var valið Kristinn Þór Kristinson úr Samhygð og Fjóla Signý Hannesdóttir grindahlaupari og fjölþrautarkona frá Selfossi.

Fjóla Signý er fjölhæf frjálsíþróttakona sem leggur megináherslu á grindahlaup og er um þessar mundir fremst í 400 m grindahlaupi  á Íslandi. Hún setti í sumar nýtt HSK met í 100 m grindahlaupi þar sem hún hljóp á 14,43 sek. Hún er Íslands- og Landsmótsmeistari í 400 m grindahlaupi og Landsmótsmeistari í hástökki. Hún er landsliðskona í báðum vegalengdunum í grindahlaupi og sjöþraut. Fjóla er einstaklega jákvæð og er kletturinn í HSK liðinu.

Gefandi sérverðlauna á lokahófinu var, fyrrum formaður Selfoss, Sigurður Jónsson áður frjálsíþróttamaður í Selfoss og HSK og margfaldur HSK methafi og meistari. Hann gaf steinakarla í verðlaun úr steinasmiðju sinni.

óg/gj

Mynd: Ólafur Guðmundsson.