Fjóla sigraði í 60 m grindahlaupi í Svíþjóð

Fjóla sigraði í 60 m grindahlaupi í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona gerði sér lítið fyrir og sigraði í 60 m grindahlaupi, á tímanum 9,04 sek, á Team Sportia Spelen, sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Falun, þann 28.janúar sl. HSK-met Fjólu Signýjar sem hún setti á MÍ í fjölþrautum nýlega er 9,02 sek. Næstu helgi keppir Fjóla Signý í 60 m grindahlaupi og 400m hlaupi þar ytra og verður spennandi að sjá hvort metið falli.

Myndir:
Fjóla Signý með verðlaunin sem hún fékk fyrir sigur í 60 m grindahlaupi.
Fjóla Signý ásamt Benke, þjálfara sínum.