Fjöldi viðurkenninga á aðalfundi

Fjöldi viðurkenninga á aðalfundi

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 7. mars. Á fundinum voru veittar viðurkenningar til iðkenda fyrir árangur seinasta árs auk þess sem ný stjórn var kjörin. Starfsemi deildarinnar og rekstur er í miklum blóma og verður spennandi að fylgjast með frekari uppbyggingu á næstu árum.

Á mynd með frétt eru verðlaunahafar ásamt þjálfurum. Efri röð f.v. Þuríður Ingvarsdóttir þjálfari, Ásrún Aldís Hreinsdóttir hlaut framfarabikar 14 ára og yngri, Jónas Grétarsson hlaut framfarabikar frjálsíþróttadeildar, Sebastian Þór Bjarnason afreksmaður 14 ára og yngri og Sigríður Anna Guðjónsdóttir yfirþjálfari. Neðri röð f.v. Sesselja Anna Óskarsdóttir þjálfari, Sóley Margrét Sigursveinsdóttir, Bjarki Sigurður Geirmundsson og Elvar Ingi Stefánsson sem hlutu verðlaun fyrir góða mætingu í flokkum 10 ára og yngri og Ágústa Tryggvadóttir þjálfari.

Á mynd fyrir neðan er ný stjórn deildarinnar en hana skipa f.v. Þuríður Ingvarsdóttir ritari, Svava Steingrímsdóttir, Helgi S. Haraldsson formaður, Elvar Atli Hallsson, Svanhildur Gunnlaugsdóttir og Helga Sigurðardóttir gjaldkeri. Á myndina vantar Thelmu Björk Einarsdóttur fulltrúa iðkenda 16-25 ára

Á neðstu mynd afhendir Helgi formaður Svanhildi Bjarnadóttir blómvönd í þakklætisskyni fyrir setu í stjórn deildarinnar en hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur