Fjórða Grýlupottahlaupið

Fjórða Grýlupottahlaupið

Góð þátttaka var í fjórða Grýlupottahlaupi ársins 2017 sem fór fram á Selfossvelli laugardaginn 13. maí.

Úrslit úr hlaupinu má finna á vefsíðu Sunnlenska.is. Bestum tíma hjá stelpunum náði Hrefna Sif Jónasdóttir, 3:23 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:46 mín.

Fimmta hlaup ársins sem fer fram nk. laugardag 20. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.