Frábær þátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi

Frábær þátttaka í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi

Góð skráning var í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er á Selfossi í vikunni. Alls voru 36 krakkar skráð til leiks en skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára og er aðaláhersla lögð á kennslu í frjálsíþróttum.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg það er til dæmis farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur, farið í bíó, tvær grillveislur, pizzuveisla og endar skólinn svo með íþróttamóti.

Aðalumsjónarmenn með skólanum 2014 eru Selfyssingarnir Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir. Einnig munu fleiri þjálfarar og aðstoðarmenn vinna við skólann.

Krakkarnir stilltu sér upp í myndatöku á mánudag.
Mynd: Umf. Selfoss/Ágústa Tryggvadóttir