Frjálsíþróttaskólinn á Selfossi

Frjálsíþróttaskólinn á Selfossi

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er á Selfossi 8.–12. júlí og er hann ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum en auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.

Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára sem undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

Á Selfossi er búið að byggja upp frábæra aðstöðu til iðkunnar frjálsra íþrótta á undanförnum árum og því ætti enginn að vera svikinn af því að koma í frjálsíþróttaskólann á Selfossi. Þjálfarar og umsjónarmenn skólans að þessu sinni eru Selfyssingarnir Ágústa Tryggvadóttir, íþróttakennari og frjálsíþróttakona, og Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsíþróttakona.