Frjálsíþróttaþjálfari óskast

Frjálsíþróttaþjálfari óskast

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins (15 ára og eldri). Meistaraflokkur félagsins æfir á nýjum glæsilegum frjálsíþróttavelli fjóra til fimm daga vikunnar. Möguleiki er á að þjálfa hluta æfinganna og vera í samstarfi við annan þjálfara. Mjög margir efnilegir unglingar æfa hjá deildinni og eru mjög mörg spennandi verkefni í sumar.        

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Guðjónsdóttir í síma 892-7052 og  í netfangi helgihar@simnet.is.