Glæsilegt Brúarhlaup í blíðunni

Glæsilegt Brúarhlaup í blíðunni

Brúarhlaup Selfoss fór fram í brakandi blíðu á laugardag. Keppt var í hlaupi, hjólreiðum og skemmtiskokki auk þess sem yngstu krakkarnir hlupu 800 metra Sprotahlaup.

Myndirnar tala sínu máli en upplýsingar um tíma keppenda má finna á vefsíðunni Hlaup.is.

Þrjú HSK met sett í hlaupinu

Þrjú HSK met voru sett í Brúarhlaupinu. Máni Snær Benediktsson Umf. Hrunamanna hljóp á 19;02 mín í 5 km götuhlaupi og setti þar með HSK met bæði í 14 og 15 ára flokki. Selfyssingurinn Arna Ír Gunnarsdóttir setur hvert HSK metið af öðru þessa dagana, en hún hljóp á 45;40 mín í 10 km götuhlaupi sem er nýtt HSK met í flokki 45-49 ára.

Tags: