Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 18. sinn miðvikudaginn 1. júní  2016. Keppnin fer fram á frjálsíþróttavellinum á Selfossi. Klukkan 16:30 hefst keppni í 1.- 4. bekk og klukkan 18:00 hefst keppni í 5.-10. bekk.

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum hjá stelpum og strákum:

1. bekkur – 60 m hlaup, langstökk og kúluvarp (2 kg)

2. bekkur –  60 m hlaup, langstökk og kúluvarp (2 kg)

3. bekkur –  60 m hlaup, langstökk og kúluvarp (2 kg)

4. bekkur –  60 m hlaup, langstökk og kúluvarp (2 kg)

5. bekkur –  60 m hlaup, langstökk og kúluvarp (2 kg)

6. bekkur –  60 m hlaup, langstökk og kúluvarp (2 kg/3 kg)

7.- 8. bekkur – 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp (3 kg/4 kg) og spjótkast (400 gr/600 gr)

9.-10. bekkur – 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp (3 kg/5 kg) og spjótkast (600 gr/700 gr)

Allir í 1.-4. bekk fá þátttökuverðlaun en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í 5.-10. bekk.

Hver keppandi í 1.-4. bekk fær þrjár tilraunir bæði í langstökki og kúluvarpi.  Í 5.-10. bekk fær hver keppandi fjórar tilraunir í kúluvarpi og langstökki auk þess sem keppendur í spjótkasti í 7.-10. bekk fá fjórar tilraunir.

Skráningum skal skila eigi síðar en mánudaginn 30. maí klukkan 18:00 til umsjónarkennara, á netfangið helgihar@simnet.is, eða skrá sig á facebooksíðu Grunnskólamótsins (Grunnskólamót Árborgar).

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Guðjónsdóttir í símum 482-3182 / 892-7052 eða á netfanginu helgihar@simnet.is.