Grýlupottahlaup | Verðlaunaafhending

Grýlupottahlaup | Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending vegna Grýlupottahlaupsins á Selfossi 2017 verður fimmtudaginn 1. júní klukkan 18:00 í félagsheimilinu Tíbrá. Allir þeir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu.

Alls hlupu 90 hlauparar sjötta og seinasta Grýlupottahlaup ársins síðastliðinn laugardag. Úrslit úr sjötta hlaupi ársins má finna á vefsíðu Sunnlenska.is. Bestum tíma hjá stelpunum náði Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir, 3:18 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:50 mín.

Frjálsíþróttadeild Selfoss