Guðrún Heiða bætti HSK metið í langstökki

Guðrún Heiða bætti HSK metið í langstökki

Guðrún Heiða Bjarnadóttir, keppandi Umf. Selfoss, setti HSK met í langstökki kvenna á Stórmóti ÍR sem var haldið í Reykjavík dagana 20. – 21. janúar sl.

Guðrún Heiða stökk 5,77 metra í sjöttu og síðustu tilraun og bætti þar með 21 árs gamalt met Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur um einn sentimetra. Þá tvíbætti hún eigið met í 20-22 ára flokki, en hún stökk 5,62 metra í fjórðu umferð langstökkskeppninnar. Ársgamalt met hennar í þeim flokki var 5,59 metrar.

Máni Snær Benediktsson úr Umf. Hrunamanna bætti HSK metið 3.000 metra hlaupi í 16 – 17 ára flokki á mótinu.  Hann hljóp á 10;36,75 mín., en gamla metið var tveggja ára gamalt, 10;45,52 mín. og var í eigu Ástþórs Jóns Tryggvasonar.

Úr fréttabréfi HSK