Hafsteinsmótið í atrennulausum stökkum

Hafsteinsmótið í atrennulausum stökkum

Hafsteinsmótið í atrennulausum stökkum verður haldið í Laugardalshöllinni föstudaginn 21. des nk. Hefst mótið kl. 18:00 en mælt er með því að keppendur mæti fyrr og hiti upp. Keppt verður í 4 flokkum í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki án átrennu.

Keppnisflokkar:
– Flokkur 16 ára og yngri – sveinar
– Flokkur 16 ára og yngri – meyjar
– Karlaflokkur
– Kvennaflokkur

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og fyrir flest heildarstig í karla- og kvennaflokkum.

Keppnisgjald er 1.000 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri.
Fylgist með fram að móti á „Hafsteinsmót án atrennu stökkum“, viðburðinum á facebook.

Skráning: hafsteinsmót@hotmail.com (Takið fram fullt nafn og kennitölu).

Stjórn frjálsíþróttadeildar Umf . Selfoss.