Héraðsleikar HSK innanhúss

Héraðsleikar HSK innanhúss

Frjálsíþróttadeild Selfoss átti flotta fulltrúa á héraðsleikum HSK sem fóru fram á Hellu á dögunum.

Yngstu börnin spreyttu sig í þrautarbraut þar sem þau tókust á við fjölbreytt verkefni eins og skutlukast, stigahlaup og grindaboðhlaup. Keppendur 9-10 ára fóru í hefðbundnar greinar í frjálsum íþróttum eins og spretthlaup, langstökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.

Mikil gleði og einbeiting ríkti hjá börnunum og margir bættu sinn besta árangur. Það voru því stoltir keppendur sem fengu verðlaunapening um hálsinn fyrir þátttökuna að móti loknu.

át/kg

Á mynd með frétt er yngri hópurinn sem tók þátt í þrautarbraut.
Á myndum fyrir neðan er eldri hópurinn sem keppti í hefðbundnum greinum auk fleiri skemmtilegra mynda frá mótinu.
Ljósmyndir frá þjálfurum og foreldrum Umf. Selfoss.