Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK

Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK

Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK verða haldin í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. júní og hefjast kl. 10:00. Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri. Héraðsleikarnir eru fyrir 10 ára og yngri og aldursflokkamótið er fyrir 11-14 ára. Þetta eru tvö aðskilin mót þó þau fari fram á sama keppnisdegi.

Keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og stendur til kl. 15:00. Keppendur mega keppa að hámarki í fimm greinum, auk boðhlaups. Þeim er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri, nema innan sama móts, í þeim greinum sem ekki er boðið upp á í viðkomandi aldursflokki.

Tímaseðil má sjá á mótaforritinu Þór á heimasíðu FRÍ þegar nær dregur en frjálsíþróttaráð áskilur sér rétt til að breyta tímaseðli þegar fjöldi þátttakenda er kominn í ljós.