Hjálmar Vilhelm með HSK met í fimmtarþraut

Hjálmar Vilhelm er lengst til vinstri

Hjálmar Vilhelm með HSK met í fimmtarþraut

Hjálmar Vilhelm er lengst til vinstri

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram í Hafnarfirði  helgina 19.-20.febrúar sl.  Hinn 14 ára fjölhæfi Hjálmar Vilhelm Rúnarsson frá Selfossi keppti í fimmtarþraut í flokki 15 ára og yngri. Hann náði að bæta sinn besta árangur í öllum greinunum fimm og toppaði árangurinn með því að setja HSK met í þrautinni með 2380 stigum.  Fyrra metið var 2096 stig, sett árið 2017 af Sindra Frey Seim Sigurðssyni.  Hjálmar hljóp 60m grind á tímanum 10,04s, stökk 1.69m í hástökki,  4,91m flaug hann í langstökki, kastaði kúlunni 11,86m og endaði á því að hlaupa 800m hlaup á 2:27,83mín.   Sannarlega glæsileg byrjun á keppnistímabilinu hjá Hjálmari Vilhelmi en hann náði öðru sæti í þrautinni með þessum árangri og er lengst til vinstri á myndinni sem fylgir fréttinni.