HSK-mótin í frjálsum framundan

HSK-mótin í frjálsum framundan

HSK-mótin í frjálsum íþróttum í flokkum 11 ára og eldri fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í janúar. Er þetta í þriðja sinn sem HSK-mótin fara þar fram. Hér að neðan eru upplýsingar um mótin í aldursflokkum 11-22 ára. Nánari upplýsingar um héraðsmótið verða birtar síðar.

Aldursflokkamót og Unglingamót HSK 
Aldursflokkamót HSK 11-14 ára og Unglingamót HSK 15-22 ára verða haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík sunnudaginn 8. janúar n.k. frá kl.10:00- 14:00.

Flokkaskipting
Flokkaskipan á  aldursflokka- og Unglingamótum HSK verður framvegis sú sama og hjá FRÍ, þ.e. 11 ára sér, 12 ára sér, 13 ára sér, 14 ára sér, 15 ára sér, 16-17 ára sér, 18-19 ára sér og svo 20-22 ára.

Keppnisgreinar
11-12 ára: 60m hlaup – langstökk – hástökk – kúluvarp – 800m hlaup
13-14ára:  60m hlaup – langstökk – hástökk – kúluvarp – 800m hlaup – 60m grindahlaup
Allir flokkar á Unglingamótinu: 60m hlaup – 60m grindahlaup – langstökk – hástökk – kúluvarp – 800m hlaup

Skráningar 
Skráningar á Aldursflokkamótið og Unglingamótið eiga að berast inn á mótaforritið fyrir kl. 24:00 föstudagskvöldið 6. janúar. Engar hömlur eru á fjölda þátttökugreina einstaklinga á unglinga- og aldursflokkamótinu.

Starfsmenn félaga
Líkt og á undanförnum HSK-mótum verður farin sú leið að úthluta ákveðnum greinum á félögin. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Guðmundsson í síma 867 7755.