Jólagleði í frjálsum

Jólagleði í frjálsum

Jólamót frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu miðvikudaginn 30. nóvember sl. Keppt var í langstökki án atrennu, skutlukasti og 30 metra hlaupi undir dynjandi jólatónlist.

Þátttaka var góð, bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins. Færum við foreldrum bestu þakkir fyrir sitt framlag. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og gleði skein úr hverju andliti.

kg

yngri-hopur-hopmynd

Tags: