Jólamót í frjálsum íþróttum

Jólamót í frjálsum íþróttum

Hið árlega Jólamót 9 ára og yngri í frjálsum íþróttum fór fram í Iðu mánudaginn 9. desember. Foreldrar aðstoðuðu við mælingar og önnur störf og gekk mótið hratt og vel fyrir sig. 7 ára og  yngri kepptu í skutlukasti, 30 m spretthlaupi og langstökki án atrennu og 8-9 ára í sömu greinum auk kúluvarps. Margir voru að þreyta frumraun sína á íþróttavellinum og ljóst er að gaman verður að fylgjast með börnunum í framtíðinni.