Jólastemning hjá yngstu iðkendunum

Jólastemning hjá yngstu iðkendunum

Öðruvísi æfing var haldin hjá yngsta frjálsíþróttafólkinu í jólamánuðinum. Stillt var upp í Tarzan-leik og öllum að óvörum mættu nokkrir jólasveinar úr Ingólfsfjalli í Tarzanleikinn og tóku allir vel á því. Að lokinni æfingu gáfu þeir viðstöddum mandarínur og tóku lagið áður en haldið var á fjallið. Var þetta skemmtileg uppákoma á síðustu æfingu ársins.

Jólamót frjálsíþróttadeildar Selfoss 9 ára og yngri var haldið í Iðu fimmtudaginn 17. desember. Þátttaka var góð, bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins. Færum við foreldrum bestu þakkir fyrir sitt framlag.

Undir dynjandi jólatónlist var stokkið, kastað og hlaupið. Keppt var í 30 m hlaupi, langstökki án atrennu og skutlukasti. Krakkarnir stóðu sig með prýði og gleði skein úr hverju andliti. Allir fengu viðurkenningarskjal með skráðum árangri í hverri grein að lokinni keppni.

kg

Fjörugur og flottur hópur með frjálsíþrótta-jólasveininum.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ágústa Tryggvadóttir og Kristín Gunnarsdóttir

20151217_162302 20151217_160951 20151217_160756 20151217_160650 20151217_160522 20151214_164808