Jónína Guðný með HSK met í sleggjukasti

Jónína Guðný með HSK met í sleggjukasti

Miðvikudaginn 11. júní  síðastliðinn fór árlegt Vormót ÍR í frjálsíþróttum fram á Laugardalsvelli. Mótið var jafnframt þriðja mótið í mótaröð Prentmet og FRÍ 2014. Selfoss átti nokkra keppendur sem allir stóðu sig með prýði.

Jónína Guðný Jóhannsdóttir 15 ára bætti sig um rúmlega fjóra metra í sleggjukasti  kvenna er hún kastaði 29,09 m. Hún varð í þriðja sæti og bætti um leið eigið HSK met í 15 ára aldursflokki stúlkna með kvennasleggjunni (4 kg). Gamla metið var 25,83 m sett á Vormóti HSK í maí sl. Jónína varð fimmta í kringlukasti með kast upp á 24,85 m. Þar hreppti Thelma Björk Einarsdóttir annað sætið með 30,75 m metra löngu kasti, sem er ágæt opnun á sumrinu.

Þá varð Harpa Svansdóttir fimmta  af 14 keppendum í langstökki með 4,83 og sjötta í þrístökki með ágætri opnun á sumrinu upp á 9,94 m. Að lokum varð Ólafur Guðmundsson í fimmta sæti í kringlukasti með 38,45 m.

Næsta verkefni er Héraðsmót HSK sem fram fer á Selfossvelli 18.–19. júní.