Líf og fjör á Héraðsleikum HSK

Líf og fjör á Héraðsleikum HSK

Fimmtán eldsprækir 10 ára og yngri iðkendur hjá Frjálsíþróttadeild UMF. Selfoss mættu til leiks á Héraðsleika HSK sem fóru fram á íþróttahúsinu á Hvolsvelli, laugardaginn 2. mars. 8 ára og yngri kepptu í þrautarbraut, 9 ára börn kepptu í 30 m spretthlaupi, langstökki án atrennu, skutlukasti  og boðhlaupi og 10 ára börn í 30 m spretthlaupi, langstökki án atrennu, kúluvarpi, hástökki og boðhlaupi. Árangur barnanna var vægast sagt frábær og flott tilþrif sem sáust á mótinu. Að sjálfsögðu voru allir keppendur sigurvegarar og fengu verðlaunapening fyrir þátttöku. Ljóst er að það er fullt af ungum og efnilegum krökkum að æfa hjá deildinni og verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Ágústa Tryggvadóttir þjálfari