Ný stjórn frjálsíþróttadeildar

nýkjörin stjórn

Ný stjórn frjálsíþróttadeildar

nýkjörin stjórn

Ný stjórn Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss var kjörin á aðalfundi deildarinnar sem haldin var 28.mars í Tíbrá.  Helgi Sigurður Haraldsson er áfram formaður en hann er búinn að vera formaður í rúma tvo áratugi.  Með honum skipa stjórn þau Elvar Atli Hallsson gjaldkeri, Þuríður Ingvarsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Guðrún Ása Kristleifsdóttir, Eva María Baldursdóttir, Guðný Guðjónsdóttir og Hjalti Jón Kjartansson.   Helga Sigurðardóttir og Svanhildur Gunnlaugsdóttir létu af störfum fyrir stjórn og færði formaður þeim blómvönd fyrir vel unnin störf.  

Á myndinni má sjá nýkjörna stjórn en á myndina vantar Guðnýju Guðjónsdóttur.