Rúmlega hundrað hlauparar í Grýlupottahlaupinu

Rúmlega hundrað hlauparar í Grýlupottahlaupinu

Góð þátttaka var í fjórða  Grýlupottahlaupi ársins sem fram fór á Selfossvelli á laugardaginn 7. maí. Bestum tíma hjá stelpunum náðu Unnur María Ingvarsdóttir og Valgerður Einarsdóttir en þær hlupu báðar á 3:18 mín. Hjá strákunum var það Benedikt Fadel Faraq sem hljóp á 2:54 mín.

Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef Sunnlenska.is.

Athygli er vakin á því að ekki er hlaupið um Hvítasunnuhelgina en fimmta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 21. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 m. Hlaupið er frá stúku knattspyrnuvallar, Engjaveginn, beygt inn hjá Gesthúsum og endað á frjálsíþróttavellinum.

Léttfættur Selfyssingur í Grýlupottahlaupi.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ