Selfoss sigraði örugglega á unglingamóti HSK

Selfoss sigraði örugglega á unglingamóti HSK

Unglingamót HSK 15-22 ára í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi þriðjudaginn 21. júlí og sendu sjö félög á sambandssvæði HSK keppendur á mótið.

Selfoss sigraði stigakeppni félaga örugglega með 261 stig, Garpur varð í öðru sæti með 191,5 stig og Dímon í þriðja með 94 stig. Alls hlaut Selfoss 47 verðlaun þar af 26 gull og 15 silfur.

Keppt var í fjórum flokkum hjá hvoru kyni og náðist ágætur árangur á mótinu enda blíðuveður og hlýtt. Mótið verður haft til hliðsjónar við val í lið HSK/Selfos sem fer á MÍ 15-22 ára á Sauðárkróki um miðjan ágúst.

Harpa Svansdóttir hlaut flest gullverðlaun Selfyssinga eða fimm talsins og Guðjón Baldur Ómarsson fjögur. Pétur Már Sigurðsson, Sverri Heiðar Davíðsson og Andrea Victorsdóttir hlutu þrenn gullverðlaun, Sigþór Helgason tvenn og þau Þórunn Ösp Jónasardóttir, Ástþór Jón Tryggvason, Teitur Örn Einarsson, Thelma Björk Einarsdóttir og Elsa Margrét Jónasardóttir hvert um sig ein gullverðlaun.

Ólafur Guðmundsson
Þjálfari

Efri mynd: Sigurlið Selfyssinga.
Neðri mynd: Þórunn Ösp og Harpa voru atkvæðamiklar í stigasöfnun.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ólafur

Unglingamót HSK 2015 (3)